Skráning er nú hafin í 3. deild karla og 2. deild kvenna, en KKÍ tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag.
Spilað hefur verið í 3. deild karla frá árinu 2015, en 2. deild kvenna er ný af nálinni í deildakeppni KKÍ, en áður hefur 2. deild kvenna verið leikin sem túrnering.
Ráðgert er að keppni hefjist í ofangreindum deildum um miðjan október og standi fram í apríl, og að hvert lið spili 12 leiki. Nánari upplýsingar um deildirnar má finna hér.