spot_img
HomeFréttirSkráning á KKÍ 3 í fullum gangi - Einvala lið fyrirlesara

Skráning á KKÍ 3 í fullum gangi – Einvala lið fyrirlesara

KKÍ þjálfari 3 verður kennt í staðnámi dagana 16.-18. ágúst 2024. Aðalfyrirlesari að þessu sinni er Joan Plaza, en hann hefur m.a. verið valinn þjálfari ársins á Spáni og Litháen. Auk Joan Plaza verða Craig Pedersen, Baldur Þór Ragnarsson, Friðrik Ingi Rúnarsson, Rúnar Ingi Erlingsson, Pétur Már Sigurðsson og fleiri með innlegg á námskeiðinu, þá hefur Moris Hadzija, sem starfar sem player development þjálfari hjá Bayern Munchen bæst í þennan glæsta hóp þjálfara sem tala á námskeiðinu.

Á hlekkjunum hér fyrir neðan er hægt að skrá sig:

Skráning – félag borgar

Skráning – þjálfari borgar


  
Námskeiðið fer fram dagana 16.-18. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Athugið að skráning og greiðsla er bindandi.
 
Námskeiðið telst sem KKÍ 3A hjá þeim þjálfurum sem eiga það ólokið og KKÍ 3B hjá þeim sem eiga það ólokið. Þeir þjálfarar sem hafa lokið KKÍ 3A og 3B geta nýtt þetta námskeið sem endurmenntun.
 
Fullt námskeiðsgjald er kr. 75.000, en kr. 59.000 ef gengið er frá skráningu og greiðslu eigi síðar en þriðjudaginn 6. ágúst. Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Snorri Örn Arnaldsson á [email protected].

Fréttir
- Auglýsing -