Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Minot State Beavers í bandaríska háskólaboltanum Vilborgu Jónsdóttur. Eftir að hafa verið lykilleikmaður í Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur tímabilið 2021-22 hélt Vilborg vestur um haf og gekk til liðs við Minot State. Þar hefur hún svo verið í stóru hlutverki frá því hún kom út, en á þessu tímabili er hún að spila rúmar 23 mínútur að meðaltali í leik fyrir liðið.
- Nafn? Vilborg Jónsdóttir
- Aldur? 20 ára
- Hjúskaparstaða? Er í sambandi.
- Uppeldisfélag? Njarðvík
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Klárlega að verða Íslandsmeistari sem nýliðar.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Skaut vítaskoti og airball-aði því í meistaraflokksleik.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Þessi er erfið, en Kolbrún úr Stjörnunni.
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Verð að segja Aliyah Collier.
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, ekkert sérstaklega.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Rod Wave
- Uppáhalds drykkur? Sprite
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Rúnar Ingi Erlingsson
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Emilie Hesseldal
- Í hvað skóm spilar þú? Spila í Under Armour flows skóm.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Líklegast Skorradalshreppur og svo ofc Njarðvík.
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist lítið með en alltaf sagt GSW.
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe Bryant
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mamma hefur alltaf verið fyrirmyndin.
- Sturluð staðreynd um þig? Langaði alltaf að vinna í blómabúð þegar ég var yngri.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 1v1 eða free-play spil.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Að fara yfir okkar eigin set plays þegar þú kannt þau blindandi.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Úr deildinni heima myndi ég taka Kareni Lind úr Þór Akureyri, Önnu Lilju úr Njarðvík, og Láru Ösp úr Njarðvík.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Hef verið að horfa svolítið á NFL fótboltann
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Held ég myndi aldrei spila með Vestra, en verður maður ekki að segja „Aldrei segja Aldrei“?