spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSkotklukkan: Valdís Una Guðmannsdóttir

Skotklukkan: Valdís Una Guðmannsdóttir

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Selfoss í fyrstu deild kvenna Valdísi Unu Guðmannsdóttur.

Valdís er 19 ára bakvörður sem að upplagi er úr Hrunamönnum. Eftir að hafa leikið upp yngri flokka hóf hún að leika fyrir meistaraflokk Hamars/Þórs tímabilið 2021-22. Síðan þá hefur hún verið á mála hjá sameinuðum yngri flokkum á suðurlandinu og fyrir þetta tímabil gekk hún til liðs við nýtt lið Selfoss í fyrstu deild kvenna. Það sem af er tímabili hefur hún skilað 13 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik, en lið hennar leikur þessa dagana í umspili um sæti í Bónus deildinni. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

  1. Nafn? Valdís Una Guðmannsdóttir
  2. Aldur? Tvítug
  3. Hjúskaparstaða? Á kærasta
  4. Uppeldisfélag? Hrunamenn
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Íslandsmeistaratitillinn 2024
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar einhver taldi niður frá fimm þannig ég skaut en það var mikið eftir af klukkunni í raun…
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Myndi líklegast segja Sara Björk Logadóttir.
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Aniya Thomas
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ég borða alltaf það sama fyrir hvern einasta leik og hef gert síðan ég var að keppa í 6. bekk.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Drake
  11. Uppáhalds drykkur? Nocco
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Dabbi kóngur
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Birgit Ósk Snorradóttir
  14. Í hvað skóm spilar þú? JA 1 og Sabrina 2
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Flúðir
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Hlutlaus
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe Bryant
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Ragnheiður Björk Einarsdóttir
  19. Sturluð staðreynd um þig? Get spilað á hljóðfæri og sungið.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Það er ekkert á æfingum sem mér finnst eitthvað sérstaklega leiðinlegt. Fara yfir kerfi 5 á 0.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Önnu Katrínu, Þóru Auðunsd. og Ólöfu Maríu Bergvinsd.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aþenu
Fréttir
- Auglýsing -