spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSkotklukkan: Tómas Valur Þrastarson

Skotklukkan: Tómas Valur Þrastarson

Næst er Skotklukkan komin að einum af efnilegri leikmönnum landsins Þórsaranum Tómasi Vali Þrastarsyni. Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall er Tómas Valur einn af lykilmönnum sterks liðs Þórs í Subway deild karla, en það sem af er tímabili er hann að skila 17 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

1.Nafn? Tómas Valur Þrastarson

2. Aldur? 18 ára 

3. Hjúskaparstaða? Föstu

4. Uppeldisfélag? Þór Þorlákshöfn

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar sá bikaróði Ingimundur kom með titil í höfnina.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar ég skaut loftbolta í vítaskoti.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Matthías Geir Gunnarsson

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Heitur Dabbi kóngur á æfingum.

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, bara að mæta upp í íþróttahús snemma.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens

11. Uppáhalds drykkur? Vatn

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Balli Ragg herti mann þegar maður var ungur og líka Lalli.

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ægi Þór

14. Í hvað skóm spilar þú? Kyrie 4 

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Hólmavík eða klefinn. 

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Chicago Bulls

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Bróðir minn

19. Sturluð staðreynd um þig? Ég á nokkur tímabil með Hrunarmönnum frá Flúðum.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 5v5

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Scout

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Emil, Dabba og Ragga. Kæmumst aldrei af eyjunni en það væri gaman.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fótbolta stundum.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Veit það ekki.

Fréttir
- Auglýsing -