Næst er Skotklukkan komin að Söru Björk Logadóttur.
Sara Björk er að upplagi úr Njarðvík þar sem hún leikur fyrir yngri flokka ásamt því að hafa verið hluti af meistaraflokki félagsins frá tímabilinu 2022-23. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún látið vel að sér kveða, en í sterku liði Njarðvíkur á þessu tímabili er hún að skila 6 stigum og 2 fráköstum á um 20 mínútum að meðaltali í leik í Bónus deild kvenna. Þá hefur Sara verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, nú síðast undir 16 ára liði Íslands sem fór bæði á Norðurlanda- og Evrópumót sumarið 2024.
1. Nafn? Sara Björk Logadóttir
2. Aldur? 16 ára
3. Hjúskaparstaða? Lausu
4. Uppeldisfélag? Njarðvík
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Að fá að spila í lokaúrslitum í meistaraflokknum í Njarðvík á síðasta tímabili og vera bikarmeistari í flokknum mínum.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Skoraði á vitlausa körfu eftir víti hjá andstæðingnum.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Hulda María Agnarsdóttir
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Aliyah Collier
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Þarf að borða pulsu pasta og leggja mig fyrir alla leiki.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? SZA
11. Uppáhalds drykkur? Grænn kristall
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Þeir eru margir, Einar Árni, Rúnar Ingi, Bruno Richotti og Eygló Alexandersdóttir.
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Þórey Tea Þorleifsdóttir
14. Í hvað skóm spilar þú? Ja Morant og Lebron
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Njarðvík
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Held ekki með neinu sérstöku en fylgist með New York Knicks.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Pabbi minn, Logi Gunnarsson.
19. Sturluð staðreynd um þig? Þegar ég var aðeins tveggja ára hafði ég búið í fjórum löndum, ég fæddist á Spáni, flutti svo til Íslands, Frakklands og Svíþjóðar.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Hraðaupphlaupsæfingar
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 1 á 1 fullan völl.
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér áeyðieyju? Huldu Maríu, Hólmfríði Eyju, Kristínu Björk, svo verð ég eiginlega að taka Þórey Teu með líka.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Horfi stundum á fótbolta.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Erfitt að segja, aldrei segja aldrei.