spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Róbert Sean Birmingham

Skotklukkan: Róbert Sean Birmingham

Næst er Skotklukkan komin að hinum efnilega Róberti Sean Birmingham. Róbert er að upplagi úr Njarðvík og hefur á síðustu árum verið burðarrás í yngri landsliðum Íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið á mála hjá liðum á nokkrum stöðum, ásamt Njarðvík var hann einnig á sínum tíma hluti af yngri liðum stórliðs Baskonia á Spáni og þá er hann nú í liði Concord Academy í bandaríska high school boltanum, en næsta haust mun hann svo ganga til liðs við fornfrægt lið Indiana State í háskólaboltanum.

  1. Nafn? Róbert Sean Birmingham
  2. Aldur? 19 ára
  3. Hjúskaparstaða? Á lausu
  4. Uppeldisfélag? Njarðvík
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Spila á móti Real Madrid í spænsku u18 úrslitakeppninni.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Tapa á móti Breiðablik í undanúrslitum í bikarkeppni 10. flokks.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Klárlega litli bróðir minn, Patrik Joe Birmingham. Framtíðin mjög björt fyrir hann!
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Sidy Cissoko
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Varla, en þarf að gera sömu upphitun fyrir leiki
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Er ekki með uppáhalds tónlistarmann en er með fjölbreyttan tónlistarsmekk. Hip-hop, rock, pop, house, og fleiri.
  11. Uppáhalds drykkur? Toppur
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Yngvi Gunnlaugsson og Daníel Guðmundsson.
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Daníel Ágúst Halldórsson
  14. Í hvað skóm spilar þú? Vanalega í Curry eða Kyrie skóm.
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Vestmannaeyjar
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist meira með ákveðnum leikmönnum frekar en einhverju sérstöku liði.
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Verður að vera mamma og pabbi.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Mikið af frændfólki á Kúbu og Jamaíku.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila, 1v1 eða 5v5.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hlaup
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Karl Ísak Birgisson, Elías Bjarka Pálsson, og Kristófer Mikael Hearn.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Er að detta meira í ameríska fótboltann.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ekkert lið sérstaklega.
Fréttir
- Auglýsing -