Næst er Skotklukkan komin að hinum efnilega Róberti Sean Birmingham. Róbert er að upplagi úr Njarðvík og hefur á síðustu árum verið burðarrás í yngri landsliðum Íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið á mála hjá liðum á nokkrum stöðum, ásamt Njarðvík var hann einnig á sínum tíma hluti af yngri liðum stórliðs Baskonia á Spáni og þá er hann nú í liði Concord Academy í bandaríska high school boltanum, en næsta haust mun hann svo ganga til liðs við fornfrægt lið Indiana State í háskólaboltanum.
- Nafn? Róbert Sean Birmingham
- Aldur? 19 ára
- Hjúskaparstaða? Á lausu
- Uppeldisfélag? Njarðvík
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Spila á móti Real Madrid í spænsku u18 úrslitakeppninni.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Tapa á móti Breiðablik í undanúrslitum í bikarkeppni 10. flokks.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Klárlega litli bróðir minn, Patrik Joe Birmingham. Framtíðin mjög björt fyrir hann!
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Sidy Cissoko
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Varla, en þarf að gera sömu upphitun fyrir leiki
- Uppáhalds tónlistarmaður? Er ekki með uppáhalds tónlistarmann en er með fjölbreyttan tónlistarsmekk. Hip-hop, rock, pop, house, og fleiri.
- Uppáhalds drykkur? Toppur
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Yngvi Gunnlaugsson og Daníel Guðmundsson.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Daníel Ágúst Halldórsson
- Í hvað skóm spilar þú? Vanalega í Curry eða Kyrie skóm.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Vestmannaeyjar
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist meira með ákveðnum leikmönnum frekar en einhverju sérstöku liði.
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Verður að vera mamma og pabbi.
- Sturluð staðreynd um þig? Mikið af frændfólki á Kúbu og Jamaíku.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila, 1v1 eða 5v5.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hlaup
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Karl Ísak Birgisson, Elías Bjarka Pálsson, og Kristófer Mikael Hearn.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Er að detta meira í ameríska fótboltann.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ekkert lið sérstaklega.