Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Regis Rangers í bandaríska háskólaboltanum Ólafi Inga Styrmissyni. Ólafur hélt vestur um haf í háskólaboltann fyrir yfirstandandi tímabil frá Keflavík í Subway deildinni þar sem hann hafði leikið eitt tímabil, en með Regis hefur hann verið fljótur að stimpla sig inn, fór beint í byrjunarlið þeirra og er að leika að meðaltali 24 mínútur á tímabilinu til þessa. Hann er þó að upplagi úr Fjölni og lék upp yngri flokka þeirra og með meistaraflokki frá 2019 þegar hann var 16 ára gamall. Þá hefur hann einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.
- Nafn? Ólafur Ingi Styrmisson.
- Aldur? 20 ára.
- Hjúskaparstaða? Lausu.
- Uppeldisfélag? Fjölnir.
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Vera með U20 í A-deildinni.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Airball þristar þegar þeir koma fyrir eru alltaf jafn vandræðanlegir.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Tómas Valur.
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Victor Moses.
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ekki með neina hjátrú en ég reyni að fylgja alltaf sömu rútínu.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Drake og Aron Can.
- Uppáhalds drykkur? Sprite.
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Hjalti Þór, Halldór Karl, Halldór Steingríms og Birgir Guðfinns.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Igor Maric.
- Í hvað skóm spilar þú? KD 15 yfirleitt en Harden 7 er liðsskórinn.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Grafarvogur eða Borgarnes.
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Oklahoma City Thunder.
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James.
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mamma og Pabbi.
- Sturluð staðreynd um þig? Finnst mjög gaman að spila pílu.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5 á 5, sérstaklega skora og þurfa að stoppa til að fá stigin. Meiri keppni í því.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Sendingaræfingar.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Elías Bjarka, Kristján Fannar og Karl Ísak. Það væri alvöru skemmtun.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Landsliðinu í handbolta, UFC bardögum og stundum stórleikjum í fótbolta.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Vestra.