spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSkotklukkan: Lars Erik Bragason

Skotklukkan: Lars Erik Bragason

Næst er skotklukkan komin að Lars Erik Bragasyni leikmanni KR í Bónus deildinni, sem einnig er lykilleikmaður KV í fyrstu deildinni þar sem hann er á venslasamning. Lars er að upplagi úr Vesturbænum og hefur leikið upp alla yngri flokka KR., en hann lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk aðeins 16 ára gamall tímabilið 2022-23. Þá hefur hann einnig verið mikilvægur leikmaður yngri landsliða Íslands, nú síðast með undir 18 ára liði drengja sem fór á Norðurlanda- og Evrópumót síðasta sumar.

  1. Nafn? Lars Erik Bragason
  2. Aldur? 18
  3. Hjúskaparstaða? Lausu
  4. Uppeldisfélag? KR
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna fyrstu deildina með KR.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Örugglega bara að airball-a skoti.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Ólafur Geir Þorbjarnarson, spilar með KV, mjög efnilegur. 
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Nimrod Hilliard
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Neh
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Friðrik Dór
  11. Uppáhalds drykkur? Collab
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Það eru margir en ég segi Borche, Jakob Sig og Falur Harðarson. 
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Myndi taka Marek Dolezaj.
  14. Í hvað skóm spilar þú? Held einhverjum Paul George skóm, er ekki viss.
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Reykjavík, en Stykkishólmur er alltaf góður.
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Engum
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Það var reyndar fótboltamaðurinn Manuel Neuer.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Kann á gítar (ekki mikið)
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 11 manna hraðaupphlaup.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi hjá öðrum liðum.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Árna Þrastarson, Birkir Eyþórsson og Veigar Áka Hlynsson.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fylgist mjög mikið með fótbolta.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Val
Fréttir
- Auglýsing -