Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Stjörnunnar og undir 18 ára liðs Íslands Ísoldi Sævarsdóttur. Ísold er að upplagi úr Garðabænum, en þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul hefur hún heldur betur látið til sín taka í efstu deild. Á síðasta tímabili fór hún með liði sínu Stjörnunni alla leið í úrslitaleik bikarkeppninnar og í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þá var hún einnig valin í fyrsta skipti í A landslið Íslands fyrir leiki gegn Rúmeníu og Tyrklandi í nóvember og er óhætt að segja að sú frumraun hafi hennar hafi gengið vel.
1. Nafn? Ísold Sævarsdóttir
2. Aldur? 17 ára
3. Hjúskaparstaða? Einhleyp
4. Uppeldisfélag? Stjarnan
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Að spila með A-landsliðinu.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Var að keppa í undanúrslitum í bikar í Laugardalshöllinni, leikurinn er í beinni og ég airball-a fyrsta vítinu mínu í leiknum.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Berglind Katla Hlynsdóttir
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Diljá Ögn Lárusdóttir
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Bannað að mæta sjálf upp í íþróttahús að skjóta á leikdegi.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? ABBA er í miklu uppáhaldi hjá mér.
11. Uppáhalds drykkur? Ískalt vatn með klökum.
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Arnar Guðjóns
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Langar að prófa að spila með Emilie Hesseldal.
14. Í hvað skóm spilar þú? Adidas craziflight handboltaskóm
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Vestmannaeyjar
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Er að laðast að Timberwolves.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Micheal Jordan
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Allen Iverson
19. Sturluð staðreynd um þig? Ég á afmæli sama dag og Jordan.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila full court.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Stjörnustelpurnar mínar.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fylgist með flestum íþróttum, sérstaklega frjálsum.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Þór Akureyri, en pabbi myndi aldrei hleypa mér í Val