Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Hamars/Þórs Hildi Gunnsteinsdóttur. Hildur er 18 ára gömul og að upplagi úr Þór í Þorlákshöfn, en frá árinu 2020 hefur hún leikið fyrir Hamar/Þór í fyrstu deildinni, nú á síðasta tímabili skilaði hún 10 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta að meðaltali í leik. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum. Næstkomandi haust mun Hildur leggja land undir fót og ganga til liðs við Boston Terriers í bandaríska háskólaboltanum.
1. Nafn? Hildur Björk Gunnsteinsdóttir
2. Aldur? 18 ára
3. Hjúskaparstaða? Lausu
4. Uppeldisfélag? Þór Þorlákshöfn
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Íslandsmeistaratitlar í 10. og 12. flokki.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ég og liðsfélagi minn hlupum óvart á hvor aðra í leik og hún fékk blóðnasir.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Jóhanna Ýr er mjög efnileg.
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Aniya Thomas er mjög góð.
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Seinasta skotið ofani í upphitun, svo þarf ég líka alltaf að reima vinstri skóinn fyrst.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Frank Ocean
11. Uppáhalds drykkur? Vatn
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Erfitt að gera upp á milli, allir þjálfarar sem ég hef haft hafa verið góðir.
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Hún er reyndar í Fjölni sem eru í Subway en myndi vilja fá Steffý aftur í liðið.
14. Í hvað skóm spilar þú? Air Jordan 36
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Suðureyri
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Held ekki með neinu sérstöku liði en skoða oft highlights frá NBA og WNBA leikjum.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mamma
19. Sturluð staðreynd um þig? Æfði á saxafón í nokkur ár þegar eg var yngri.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Myndi segja 1v1 varnarslide.
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Erfitt að velja á milli liðsfélaga, myndi vilja taka allar í liðinu með mér.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei ekki mikið, bara þegar Liverpool eru að spila eða íslensku landsliðin.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Líklegast KR