Næst er Skotklukkan komin að Helenu Rafnsdóttur leikmanni North Florida Ospreys í bandaríska háskólaboltanum. Helena er 20 ára bakvörður sem að upplagi er úr Njarðvík, en með þeim lék hún upp alla yngri flokka og með meistaraflokki frá árinu 2018. Eftir að hafa leikið stórt hlutverk í Íslandsmeistaratitil Njarðvíkur árið 2022 hélt hún í bandaríska háskólaboltann fyrir leiktíðina 2022-23. Þá lék Helena upp öll yngri landslið Íslands, en árið 2022 var hún komin í A landsliðið.
- Nafn? Helena Rafnsdóttir
- Aldur? 20 ára
- Hjúskaparstaða? Á lausu
- Uppeldisfélag? Njarðvík
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna íslandsmeistaratitilinn 2022!
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Mér dettur því miður ekkert sérstakt í hug!
- Efnilegasti leikmaður landsins? Hulda María Agnarsdóttir
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Aliyah Collier
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Það mætti segja kannski smá, t.d. ef ég spila extra vel í einhverjum skóm þá spila ég 100% í þeim í næsta leik líka.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Lil Tjay
- Uppáhalds drykkur? Grænn kristall í dós (mjög mikilvægt)
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Hef átt marga góða þjálfara en þeir sem standa upp úr hjá mér eru Rúnar Ingi og Syd McCaskill.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Thelma Dís Ágústsdóttir
- Í hvað skóm spilar þú? Curry Flow 11
- Uppáhalds staður á Íslandi? Sumarbústaðurinn hjá ömmu og afa
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Held ekki með neinu sérstöku liði.
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Erfitt val á milli Michael Jordan og Lebron James.
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir (frænka)
- Sturluð staðreynd um þig? Ég hafði aldrei komið til Ameríku áður en ég flutti þangað.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5 vs 5.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Það er ekkert á æfingum sem mér finnst eitthvað sérstaklega leiðinlegt. Eina æfingin sem mér dettur í hug sem mér hefur alltaf fundist frekar leiðinleg er Zig-Zag varnaræfingin, sem betur fer gerum við hana aldrei á æfingum.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Evu Wium fyrir skemmtun, Diljá Ögn fyrir hugmyndir/lausnir og Karen Lind fyrir jákvæðnina.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fylgist með fótbolta og amerískum fótbolta inná milli, samt aðallega bara þegar það eru stórleikir.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei!