Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Fjölnis Heiði Karlsdóttur. Heiður er að upplagi úr Reykdælum og hefur ásamt Fjölni einnig leikið fyrir Skallagrím í Borgarnesi. Þá hefur hún einnig verið lykilleikmaður í yngri landsliðum Íslands á síðustu árum. Heiður mun að þessu tímabili loknu halda vestur um haf og ganga til liðs við sterkt lið Wyoming Cowgirls í efstu deild bandaríska háskólaboltans.
- Nafn? Heiður Karlsdóttir
- Aldur? 18 ára
- Hjúskaparstaða? Lausu
- Uppeldisfélag? Reykdælir
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar við unnum bikarinn í stúlknaflokk 2022.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Í minnibolta þegar ég fór í layup á vitlausa körfu og klúðraði.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Addý María í Fjölni.
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Dagný Lísa Davíðsdóttir
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Held mikið upp á Hozier, Ásgeir Trausta og Frank Ocean.
- Uppáhalds drykkur? Appelsín
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Gamli góði Guðjón „Gaui“ Guðmundsson.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Emilie Hesseldal.
- Í hvað skóm spilar þú? Lebron 20
- Uppáhalds staður á Íslandi? Reykholtsdalurinn í Borgarfirði
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Engu
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Sigrún Ámunda
- Sturluð staðreynd um þig? Ég ætlaði mér alltaf að verða atvinnumaður í hestaíþróttum áður en karfan flæktist fyrir.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5 og skotleikir.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir önnur lið og shell drillan.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Bergdís í Fjölni, Jana í Njarðvík og Hekla í Grindavík. Síðan myndi ég smygla Emmu Hrönn úr fyrstu deildinni með líka.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei, ekki nema íslenska landsliðið sé að spila.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ég ætla nú ekki að jinxa neitt hérna.