Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Keflavíkur Frosta Sigurðarssyni. Frosti er 19 ára og að upplagi úr Keflavík, en hann byrjaði að leika með meistaraflokki þeira tímabilið 2021-22. Á síðasta tímabili var hann hluti af liðinu sem fór í undanúrslit úrslitakeppninnar og vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skipti í 12 ár.
1. Nafn? Frosti Sigurðarson
2. Aldur? 19 ára
3. Hjúskaparstaða? Á lausu
4. Uppeldisfélag? Keflavík
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar við urðum Bikarmeistarar á síðasta tímabili.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Almar sem var í KR tróð yfir mig og Bjössa vin minn, hlægjum af þessu í dag en vont í mómentinu.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Arnar í Kef
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Remy Martin
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ég geri alltaf sömu troðsluna beint eftir dýnamísku upphitunina.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Clubdub, GusGus og Páll Óskar.
11. Uppáhalds drykkur? Fyrsti kaffibolli dagsins.
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Gunni Stef og Pétur Ingvars
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ég vil fá Val Orra frænda minn heim!
14. Í hvað skóm spilar þú? Kobe 8 held ég.
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Keflavík og Stokkseyri
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Boston Celtics
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Larry Bird
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Pabbi minn og Gummi Jóns.
19. Sturluð staðreynd um þig? Ég á hest sem heitir Skrítla.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Ekki beint á æfingu en að fíflast inní klefa með strákunum er alltaf fjör.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Er ekki mikið fyrir það að teygja og hita upp.
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Val Orra frænda minn, Halldór Garðar fyrirliðann minn og Óli Óla, held að hann sé skemmtilegur
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Voðalega lítið, en dýrka ólympískar dýfingar.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Þú sérð Frosta seint í Snæfells treyju.