spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSkotklukkan: Fjóla Gerður Gunnarsdóttir

Skotklukkan: Fjóla Gerður Gunnarsdóttir

Næst er röðin komin að Fjólu Gerði Gunnarsdóttur í Skotklukkunni. þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul er Fjóla Gerður mikilvægur leikmaður toppliðs KR í fyrstu deildinni, en það sem af er tímabili hefur liðið unnið fimm leiki af sjö og er hún að skila 12 stigum og 7 fráköstum á um 27 mínútum spiluðum að meðaltali í leik. Þá hefur Fjóla einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands, nú síðasta sumar með undir 18 ára liði Íslands sem endaði í 7. sæti Evrópumótsins.

1. Nafn? Fjóla Gerður Gunnarsdóttir

2. Aldur? 17 ára

3. Hjúskaparstaða? Einhleyp

4. Uppeldisfélag? KR

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Allir fjórir Íslandsmeistaratitlarnir

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Tvö airball í víti í sama leik.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Rebekka Rut Steingrímsdóttir

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Michaela Porter (KK)

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Seinasta skotið í upphitun þarf að fara ofan í.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Hmmm… erfið spurning. Ég held mikið upp á Leonard Cohen, Bob dylan og Billie Holiday.

11. Uppáhalds drykkur? Vatn og kaffi

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Hörður og Svenni Blöndal.

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Fyrrum liðs- og herbergisfélaga minn Dzönu Crnac í Aþenu.

14. Í hvað skóm spilar þú? Fjólubláum skóm. Ég kæri mig kollótta hvað þeir heita og satt best að segja veit ég það ekki einu sinni.

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Gamli Vesturbærinn, Akureyri og Hrísey.

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Engu sérstöku.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Snúður úr Múmíndal

19. Sturluð staðreynd um þig? Ég er með tennisdómararéttindi.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Að spila 5 á 5.

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Að lötra í gegnum kerfi 5 á 0.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Heilaga ’06 þrenningin (Anna Margrét, Anna María og ég) og Steinunni Evu Sveinsdóttur.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei, vanalega ekki en ég fylgist af og til með stórmótum í hinu og þessu.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Keflavík. Ferlega dapurlegur staður, suðurnesjasnobbið…

Fréttir
- Auglýsing -