Þá er skotklukkan komin að Eyþóri Orra Árnasyni. Eyþór er 20 ára gamall bakvörður Hrunamanna í fyrstu deildinni, en þrátt fyrir að vera ekki eldri en það hefur hann leikið með meistaraflokki félagsins síðan árið 2019. Í 21 leik með liðinu á síðustu leiktíð skilaði Eyþór 8 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá hefur hann einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands.
- Nafn? Eyþór Orri Árnason
- Aldur? 20 ára
- Hjúskaparstaða? Föstu
- Uppeldisfélag? Hrunamenn
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Að vera fyrirliði í U15 og U16 verkefnum og að vinna í Bikarúrslitum í 9. Flokki á móti Keflavík.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Gerðist nú bara í leik fyrir stuttu en þá fékk ég voice crack þegar ég var að kalla kerfi, óþægilegt í mómentinu en hægt að hlæja af þessu eftir leik.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Tómas Valur Þrastarson
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Orri Gunnarsson eða Corey Taite.
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Er frekar lítið í einhverju svoleiðis. Veit ekki hvort það sé einhver hjátrú en finnst gott að leggja mig fyrir leik.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens og Coldplay í miklu uppáhaldi.
- Uppáhalds drykkur? Collab og bara gamla góða vatnið.
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Pabbi (Árni Þór) og Fernando núverandi þjálfari.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Myndi alltaf taka Ísak Júlíus í mitt lið.
- Í hvað skóm spilar þú? Trae Young 1s
- Uppáhalds staður á Íslandi? Íþróttahúsið á Flúðum.
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Dallas Mavericks og Lebron James
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Frændur mínir Ari Gylfa og Hlynur Hreinsson.
- Sturluð staðreynd um þig? Er á sjötta ári í meistaraflokki.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Sendingaræfingar ekki í uppáhaldi.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ætla ekki að taka neinn úr mínu liði þannig úr hinum liðunum tæki ég Ísak Júlíus, Halldór Fjalar og Geir Helgason.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist alltof vel með öllu en fylgist mest með fótbolta fyrir utan körfu.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Hef voða lítið á móti einhverju liði þannig bara veit það ekki.