Næst í röðinni í Skotklukkunni er Eva Wium Elíasdóttir. Eva er 19 ára gamall leikmaður nýliða Þórs Akureyri í Subway deild kvenna, en þar hefur hún skilað tæpum 10 stigum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik það sem af er tímabili. Þá hefur Eva verið hluti af yngri landsliðum Íslands og var nú í ágúst í fyrsta skipti valin í A landsliðið.
Nafn? Eva Wium Elíasdóttir
2. Aldur? 19 ára
3. Hjúskaparstaða? Föstu 🙂
4. Uppeldisfélag? Þór Akureyri
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar ég hitti á mótti Snæfell sem tryggði framlengingu og við enduðum á því að vinna leikinn.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar ég skoraði næstum sjálfskörfu 🙁
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Emma Karólína
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Maddie Sutton!
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Tala alltaf við pabba fyrir alla leiki!
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Hlusta á alla tónlist en elska Harry Styles!
11. Uppáhalds drykkur? ÍSSSKALT Pepsi Max!
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Helgi Rúnar Bragason og Daníel Andri (Danni)
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Sara Líf og Kristrún Ríkey úr 1. Deildinni .
14. Í hvað skóm spilar þú? Kyrie 5 low.
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Heima hjá mömmu og pabba á Akureyri.
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Horfi ekki á NBA en elska að horfa á highlights á Instagram.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Rut Herner, en dýrka að horfa á Elvar Má spila.
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mamma
19. Sturluð staðreynd um þig? Ég er 1/4 Færeyingur.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 1 á 1 og spila 5 á 5.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Veit að það er nauðsynlegt að fara yfir önnur lið en það er örugglega það leiðinlegasta sem ég geri, walk through.
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Mæja, Maddie og restina af liðinu mínu.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? KA