Næst er Skotklukkan komin að leikmanni íslenska landsliðsins og Liberty Flames í bandaríska háskólaboltanum, Elísabeth Ýr Ægisdóttur. Elísabeth fór vestur um haf í háskólaboltann fyrir yfirstandandi tímabil eftir nokkur góð ár hjá Haukum í Subway deildinni, en að upplagi er hún úr Grindavík. Hjá Liberty hefur hún um leið náð að stimpla sig inn í stórt hlutverk, þar sem hún er að spila að meðaltali rúmar 24 mínútur í leik.
- Nafn? Elísabeth Ýr Ægisdóttir
- Aldur? 20
- Hjúskaparstaða? Í sambandi.
- Uppeldisfélag? Grindavík
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Ég held ég verði að segja þegar við unnum þriðja bikarmeistaratitilinn í röð með Haukum.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Mér dettur ekkert í hug.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Jana Falsdóttir
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Keira Robinson
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Verð að gera hárið mitt þokkalegt og mála mig smá, You look good you play good.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Drake, Rihanna og SZA.
- Uppáhalds drykkur? Íslenska vatnið og Nocco.
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Bjarni og Ingvar.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Emilie Hesseldal
- Í hvað skóm spilar þú? Lebron 20 og Sabrina 1.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Grindavíkin
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Held ekki með neinu.
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe Bryant
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Helena Sverris og Jón Arnór.
- Sturluð staðreynd um þig? Æfði fótbolta til 16 ára.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Labba yfir kerfin hjá hinum liðunum.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Kristrúnu Ríkey, Tinnu Guðrúnu og Evu Wium.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist eitthvað með fótboltanum.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Held ég segi Aþena og ÍR.