spot_img

Skotklukkan: Dzana Crnac

Dzana Crnac leikmaður Aþenu í Bónus deild kvenna er næst í Skotklukkunni. Dzana er 18 ára bakvörður sem að upplagi er úr Keflavík, en meistaraflokksferill hennar hófst þó með Njarðvík tímabilið 2021-22. Þar var hún þangað til hún skipti yfir til Aþenu fyrir síðasta tímabil þar sem hún var algjör lykilleikmaður í liði þeirra sem vann sig upp í Bónus deildina. Þá hefur Dzana einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

  1. Nafn? Dzana Crnac
  2. Aldur? 18
  3. Hjúskaparstaða? Ég er á föstu.
  4. Uppeldisfélag? Keflavík
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna playoffs og tryggja okkur sæti í efstu deild.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Airballa víti í 10. flokki.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Þórdís Melsted. Baller.
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Aliyah Collier
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ekkert í bili.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? SZA er í miklu uppáhaldi.
  11. Uppáhalds drykkur? Aloe vera king.
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Brittanny Dinkins og BK deila þeim tittli. 
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Tæki ábyggilega Katrínu Jóhannsdóttur í Njarðvík.
  14. Í hvað skóm spilar þú? PG 5 TB team gold.
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Ólafsvíkin mín.
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Minnesota Timberwolves.
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? MJ.
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Leit mikið upp til systur minnar og bróður.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Er með genið sem lætur kóríander bragðast eins og sápa.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér áeyðieyju? Ég tæki Önnu Lucic því hún gæti ányggilega komið okkur af eyjunni, Darinu Khomensku því manni leiðist aldrei með henni og að lokum tæki ég Bergdísi Önnu því hún er stemningskona.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist með fótbolta ef tími gefst til.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? ÍR.

Fréttir
- Auglýsing -