spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSkotklukkan: Daníel Ágúst Halldórsson

Skotklukkan: Daníel Ágúst Halldórsson

Daníel Ágúst Halldórsson er næstur í Skotklukkunni. Daníel er 19 ára gamall leikmaður sem að upplagi er úr Fjölni og lék fyrir meistaraflokk Fjölnis á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þó leikið fyrir nokkur félög í efstu deild, en hann var um tíma á mála hjá Þór og Haukum í Bónusdeildinni. Fyrir næsta tímabil mun Daníel þó leggja land undir fót og ganga til liðs við South Eastern Oklahoma State í bandaríska háskólaboltanum. Daníel hefur einnig verið lykilleikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, nú síðast þetta sumarið með undir 20 ára liði karla á Evrópumótinu í Póllandi.

1. Nafn? Daníel Ágúst 

2. Aldur? 19

3. Hjúskaparstaða? Lausu

4. Uppeldisfélag? Fjölnir

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar ég varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar Kennedy Clement tróð yfir mig þegar ég var 16 ára.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Guðlaugur Davíðs aka Laugi.

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Hilmir Arnarson.

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Fæ mér alltaf limon Nocco klukkutíma fyrir leik.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Drake og Kristmundur Axel.

11. Uppáhalds drykkur? Limon nocco og rauður Collab.

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Halldór Karl, punktur. 

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Elías Bjarka

14. Í hvað skóm spilar þú? Er með nokkra en fýla KD 17.

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Bústaðurinn hjá ömmu og afa.

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Heat

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Dwyane Wade

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Ægir Þór

19. Sturluð staðreynd um þig? Ég er ekki söngvarinn í gus gus.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Allan daginn 5v5. 

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Shell 

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Elías Bjarki, Ágúst Goði og Robbi Birm.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist soldið með fótbolta.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Íþróttafélag Reykjavíkur

Fréttir
- Auglýsing -