spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSkotklukkan: Brynjar Kári Gunnarsson

Skotklukkan: Brynjar Kári Gunnarsson

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Njarðvíkur í Bónus deildinni Brynjari Kára Gunnarssyni. Brynjar Kári er 19 ára bakvörður sem að upplagi er úr Fjölni í Grafarvogi, en eftir að hafa leikið upp yngri flokka þeirra hóf hann að leika fyrir meistaraflokk félagsins 16 ára gamall tímabilið 2021-22. Fyrir yfirstandandi tímabil skipti hann svo yfir til Njarðvíkur í Bónus deildinni, en þar hefur hann verið að spila um 13 mínútur að meðaltali í leik. Þá hefur Brynjar Kári verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

  1. Nafn? Brynjar Kári Gunnarsson
  2. Aldur? 19 ára
  3. Hjúskaparstaða? Lausu
  4. Uppeldisfélag? Fjölnir
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Líklegast þegar ég varð 2x Íslandsmeistari sömu helgi árið 2021, með mínum flokk og eldra ári.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ég reyndi einu sinni afturábak lay-up í leik sem hitti ekkert nema loftið.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Tómas Valur
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Khalil Shabazz
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nocco og Snickers fyrir leiki.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Can og Fred again.
  11. Uppáhalds drykkur? Sódavatn
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Rúnar Ingi Erlingsson
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ég myndi fá Hilmi Arnarson úr Haukum.
  14. Í hvað skóm spilar þú? Ja 2’s og Lebron 21.
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Grafarvogurinn
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Warriors
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Jordan
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Jón Arnór og Ægir þór Steinarsson.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Er 9x Íslandsmeistari.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hita upp
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér áeyðieyju? Guðmund Aron, Hilmi Arnar og Snjólf Marel.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei. Fylgist með þegar íslensku landsliðin spila.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ég myndi aldrei spila fyrir Sindra.
Fréttir
- Auglýsing -