spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSkotklukkan: Birkir Hrafn Eyþórsson

Skotklukkan: Birkir Hrafn Eyþórsson

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Hauka í Bónus deild karla Birki Hrafni Eyþórssyni. Birkir er 18 ára gamall og að upplagi úr Selfossi, en þar hóf hann að leika fyrir meistaraflokk í fyrstu deildinni tímabilið 2021-22. Fyrir yfirstandandi tímabil skipti hann yfir til Hauka, þar sem hann hefur verið í stóru hlutverki og leikið um 15 mínútur að meðaltali í leik í efstu deild. Þá hefur Birkir verið lykilmaður þeirra yngri landsliða sem hann hefur leikið fyrir á síðustu árum, nú síðast með undir 18 ára liði Íslands sem fór á Norðurlanda- og Evrópumót síðasta sumar.

  1. Nafn? Birkir Hrafn Eyþórsson
  2. Aldur? 18
  3. Hjúskaparstaða? Lausu
  4. Uppeldisfélag? Selfoss
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? All Star á NM með u16.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ætlaði að vera sniðugur og blokka félaga minn í upphitun fyrir leik en það misheppnaðist hræðilega og ég hoppaði bara ofan á hann og við lágum saman á gólfinu.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Eggert Aron
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Everage Lee Richardson
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, hef aldrei nennt neinu þannig.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Kemst enginn nálægt Tame Impala.
  11. Uppáhalds drykkur? Vatn og kaffi.
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Karl Ágúst, Friðrik Ingi og Borce Sansa deila þessu.
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ægir Þór Steinarsson
  14. Í hvað skóm spilar þú? Kyrie 4 low
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Selfoss
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Hef alltaf borið örlitla strauma til Boston.
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Brósi og Kevin Durant.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Spila á næstum öll hljóðfæri og er einnig í hljómsveit.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5. 
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Vídjófundir
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Lars Erik, Kristófer Breka og Hilmir Arnarson, allir miklir meistarar.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei, mjög lítið.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Tilbúinn í hvað sem er.
Fréttir
- Auglýsing -