Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Hauka í Bónus deild karla Birki Hrafni Eyþórssyni. Birkir er 18 ára gamall og að upplagi úr Selfossi, en þar hóf hann að leika fyrir meistaraflokk í fyrstu deildinni tímabilið 2021-22. Fyrir yfirstandandi tímabil skipti hann yfir til Hauka, þar sem hann hefur verið í stóru hlutverki og leikið um 15 mínútur að meðaltali í leik í efstu deild. Þá hefur Birkir verið lykilmaður þeirra yngri landsliða sem hann hefur leikið fyrir á síðustu árum, nú síðast með undir 18 ára liði Íslands sem fór á Norðurlanda- og Evrópumót síðasta sumar.
- Nafn? Birkir Hrafn Eyþórsson
- Aldur? 18
- Hjúskaparstaða? Lausu
- Uppeldisfélag? Selfoss
- Uppáhalds atvik á ferlinum? All Star á NM með u16.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ætlaði að vera sniðugur og blokka félaga minn í upphitun fyrir leik en það misheppnaðist hræðilega og ég hoppaði bara ofan á hann og við lágum saman á gólfinu.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Eggert Aron
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Everage Lee Richardson
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, hef aldrei nennt neinu þannig.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Kemst enginn nálægt Tame Impala.
- Uppáhalds drykkur? Vatn og kaffi.
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Karl Ágúst, Friðrik Ingi og Borce Sansa deila þessu.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ægir Þór Steinarsson
- Í hvað skóm spilar þú? Kyrie 4 low
- Uppáhalds staður á Íslandi? Selfoss
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Hef alltaf borið örlitla strauma til Boston.
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Brósi og Kevin Durant.
- Sturluð staðreynd um þig? Spila á næstum öll hljóðfæri og er einnig í hljómsveit.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Vídjófundir
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Lars Erik, Kristófer Breka og Hilmir Arnarson, allir miklir meistarar.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei, mjög lítið.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Tilbúinn í hvað sem er.