Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Grindavíkur Arnóri Tristan Helgasyni.
Arnór Tristan er 18 ára gamall bakvörður sem að upplagi er úr Grindavík, en eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins hóf hann að leika með meistaraflokki þeirra tímabilið 2022-23. Þá hefur hann einnig verið hjá CB 1939 Canarias á Spáni. Á síðustu árum hefur Arnór einnig verið mikilvægur hluti af yngri landsliðum Íslands.
- Nafn? Arnór Tristan Helgason
- Aldur? 18 ára
- Hjúskaparstaða? Föstu
- Uppeldisfélag? Grindavík
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Ef ég myndi þurfa að velja þá er það örugglega troðslan mín á móti Tindastól í leik tvö.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Vandræðalegasta er örugglega þegar ég hljóp inn á í leik fjögur eða tvö á móti Keflavík þegar Valur var með stæla.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Almar Orri Jónsson
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Óli Óla og Deandre Kane.
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ég passa að borða alltaf þrjár máltíðir fyrir leik og kaffi.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Ég er ekki með einn uppáhalds, en Juice Wrld og Playboy Carti.
- Uppáhalds drykkur? State orkudrykkur.
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Helgi Jónas Guðfinnsson eða Jóarnir tveir.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Kidda Páls
- Í hvað skóm spilar þú? Kai 1 og Kobe 6.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Grindavík
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Dallas Mavericks
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Pabbi minn
- Sturluð staðreynd um þig? Hef unnið fleiri bikara i golfi heldur en körfu.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér áeyðieyju? Óla Óla, Val Orra og Hafliða Ottó.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Ég fylgist með golfi og amerískum fótbolta.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Keflavík