Næst er Skotklukkan komin að leikmanni KR í fyrstu deild kvenna Önnu Margréti Hermannsdóttur. Anna María er 18 ára bakvörður sem hefur leikið upp alla yngri flokka KR og með meistaraflokki félagsins frá því hún var 15 ára gömul tímabilið 2021-22. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, nú síðast undir 18 ára liði Íslands sem lék á Norðurlanda- og Evrópumóti síðasta sumar.
1.Nafn? Anna Margrét Hermannsdóttir
2. Aldur? 18 ára
3. Hjúskaparstaða? Lausu
4. Uppeldisfélag? KR
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Fjórir Íslandsmeistaratitlar í yngri flokkum og þegar við unnum Aþenu með buzzer í 4-liða úrslitum í 12. flokki.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Skaut þrist úr horninu í hliðina á spjaldinu í landsleik.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Rebekka Rut Steingrímsdóttir
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Michaela Porter
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei myndi ekki segja það
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Rihanna, Drake og Birnir.
11. Uppáhalds drykkur? Vatn, mjólk og Collab.
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Hörður Unnsteins og Benedikt Guðmundsson.
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ólöf María Bergvinsdóttir í Stjörnunni.
14. Í hvað skóm spilar þú? Sabrina 1 og PG 5.
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Vesturbærinn og Laugarvatn.
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Fjölskyldan heldur með Lakers, ætli ég haldi þá ekki með þeim líka.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mamma mín
19. Sturluð staðreynd um þig? Kann að leysa Rubiks kubb og hef aldrei fengið blóðnasir.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingu? Spila 5v5.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi 5 á 0.
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Tæki KR-ingana mína Önnu Maríu, Leu og Fjólu.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei ekki þannig, nema það séu stórmót eða stórleikir.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aþenu, Val og Keflavík.