Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall hefur framherjinn Almar Orri Atlason spilað á fáeinum stöðum. Hann fór ungur út til Stella Azzurra á Ítalíu, kom svo heim í KR áður en hann fór aftur út til Sunrise Christian í bandaríska miðskólaboltann, en hann er nú að hefja sitt fyrsta tímabil í háskólaboltanum með Bradley Braves. Almar er annar leikmaðurinn sem tekur þátt í Skotklukkunni á Körfunni, en þar verða leikmenn spurðir að einni einfaldri spurningu fyrir hverja sekúndu sem leyfileg er í hverri sókn.
1. Nafn? Almar Orri Atlason
2. Aldur? 18 ára
3. Hjúskaparstaða? Lausu
4. Uppeldisfélag? KR
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Halda U20 í A deild, slá Vali út í úrslitakeppninni 2021.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Datt um sjálfan mig og tapaði boltanum í U15.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Lars Erik
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Matas Buzelis og Ty Sabin.
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei hef alveg sloppið við það.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Dave, Dabbi T.
11. Uppáhalds drykkur? Icelandic Glacial Water.
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Darri Freyr og Bojan Geitin í KR.
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Deandre Kane.
14. Í hvað skóm spilar þú? Under Armour með Bradley, annars í GT Cut frá Nike.
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Vesturbærinn.
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? LeBron James.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James & Martin Hermanns.
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Birna Valgarðsdóttir
19. Sturluð staðreynd um þig? Kann alla Næturvaktar þættina utan að.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Sendingardrillur
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Tómas Val, Þóri Guðmund og Ragga Nat.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fótbolta, KR meistarar 2024!
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Vali