spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Agnes María Svansdóttir

Skotklukkan: Agnes María Svansdóttir

Næst er Skotklukkan komin að Keflvíkingnum Agnesi Maríu Svansdóttur. Agnes María er 20 ára gamall bakvörður sem lék upp alla yngri flokka Keflavíkur og með meistaraflokki þeirra frá árinu 2019. Um mitt yfirstandandi tímabil hélt hún svo vestur um haf í bandaríska háskólaboltann, þar sem hún gekk til liðs við North Florida Ospreys. Þá hefur Agnes einnig verið lykilleikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, en á síðasta ári var hún í fyrsta skipti valin í A landsliðið.

  1. Nafn? Agnes María Svansdóttir
  2. Aldur? 19 ára
  3. Hjúskaparstaða? Í sambandi.
  4. Uppeldisfélag? Keflavík
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar eg spilaði fyrstu A landsliðs leikina.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Að tapa í bikarúrslitum í fyrra með meistaraflokki.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Kolbrún og Ísold í Stjörnunni eru mjög efnilegar.
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Daniela Wallen
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Bríet
  11. Uppáhalds drykkur? Appelsín
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Hörður Axel
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ef ég væri í Keflavík núna væri ég til í að fá Ólöfu Rún í Grindavík til baka.
  14. Í hvað skóm spilar þú? Curry
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Alltaf í uppáhaldi að fara upp í bústað.
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Engu sérstöku fylgist meira með leikmönnum.
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Frá því ég byrjaði í körfu hef ég alltaf litið upp til Önnu Ingunnar (systur minnar) og fylgst með öllu sem hún gerði í körfunni og ég ákvað að ég vildi gera þetta líka.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Ég hætti í körfu í stutta stund til að æfa dans.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Einstaklings æfingar (hvernig maður sækir á körfuna, notar skrín og hvernig á að lesa leikinn)
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hlaup án bolta.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ég tæki Önnu Láru úr Keflavík, Evu Wium úr Þór Akureyri og Heklu úr Grindavík.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, finnst eiginlega gaman að horfa á flestar íþróttir.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei heyrði ég einhversstaðar, en liðin sem koma í huga eru Njarðvík og Aþena.
Fréttir
- Auglýsing -