spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSkotklukkan: Agnes Jónudóttir

Skotklukkan: Agnes Jónudóttir

Þá er Skotklukkan komin að leikmanni Hauka Agnesi Jónudóttur. Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gömul hefur Agnes leikið fyrir nokkur félög á yngri flokka feril sínum, en ásamt Haukum hefur hún verið á mála hjá Njarðvík, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Þá var hún farin að leika fyrir meistaraflokk aðeins 15 ára gömul og er hún í mikilvægu hlutverki hjá Haukum í Subway deildinni á þessu tímabili. Þá hefur hún einnig verið burðarrás yngri landsliða Íslands á síðustu árum.

  1. Nafn? Agnes Jónudóttir
  2. Aldur? 18 ára
  3. Hjúskaparstaða? Lausu
  4. Uppeldisfélag? Njarðvík
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Að komast í top 8 á EM núna í sumar var geggjað en svo allir bikarmeistaratitlarnir eru líka ofarlega.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Airballaði úr víti.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Hulda María í Njarðvík.
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Keira Robinson
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Bara vera alltaf í hvítum hjólabuxum í úti leikjum og svörtum heima.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Kanye, Drake og Rihanna eru gott tríó.
  11. Uppáhalds drykkur? Kristall
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Margir góðir þjálfarar með mismunandi áheyrslur en hefði viljað spila lengur fyrir Möggu Stull.
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Sara Líf í Val.
  14. Í hvað skóm spilar þú? Kobe AD og GT Cut.
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Á engan uppáhalds stað.
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Horfi voða lítið á NBA.
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Helena Sverris
  19. Sturluð staðreynd um þig? Gæti lifað á nammi.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5 og auka stig fyrir sóknafrákast.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir andstæðingin þó það skipti miklu máli.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Sara Líf í Val, Heiður Karls í Fjölni, Bergdís Anna í Fjölni.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fylgist aðeins með fótbolta.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ekkert sérstakt lið sem ég myndi aldrei spila fyrir.
Fréttir
- Auglýsing -