spot_img
HomeFréttirSkotbúðir Brynjars og Ármanns í Dymbilvikunni

Skotbúðir Brynjars og Ármanns í Dymbilvikunni

Það verður líf og fjör í Laugardalshöllinni í Dymbilvikunni þegar Skotbúðir Brynjars og Ármanns fara fram. Skotbúðirnar hafa verið vel sóttar síðastliðin ár og alltaf verið mikið fjör. Í ár verða þær tvískiptar. 2. – 6. bekkur verður saman og svo 7. – 10. bekkur.

Íslandsmeistarinn Kristinn Pálsson ein albesta skytta landsins og besti leikmaður Bónus-deildarinnar í fyrra mætir og fer yfir sínar uppáhaldsæfingar með eldri hópnum.

Hér fyrir ofan er mynd af hópnum sem mætti í fyrra. Þá var frábær stemming í Skotbúðunum og vel tekið á því. Þrusumæting þar sem krakkarnir fengu góð ráð frá mörgum af okkar albestu skyttum þ.á.m. Kára Jónssyni besta leikmaður Bónusdeildarinnar 2023.

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á [email protected], en allar frekari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan eða á Facebook síðu Körfuboltaþjálfunar Brynjars.

Fréttir
- Auglýsing -