Frakkinn Boris Diaw lagðu skóna á hilluna 36 ára gamall árið 2018 sem leikmaður Metropolitans 92, en hann hafði verið atvinnumaður frá árinu 2001, lengst af í NBA deildinni, 14 ár og yfir 1000 leiki, þar sem hann meðal annars vann meistaratitilinn með San Antonio Spurs árið 2014. Þá var hann einnig sigursæll sem leikmaður franska landsliðsins, vann EuroBasket með þeim árið 2013 og var í þriðja sæti heimsmeistaramóts 2014. Þá var hann í liði Frakklands sem lagði Ísland á lokamóti EuroBasket 2017, 115-79.
Boris var til viðtals í körfuboltahlaðvarpinu The Benas á dögunum þar sem hann viðurkenndi þá sturluðu staðreynd að hann hafi aldrei á þessum langa og farsæla feril sínum skorað körfu með vinstri hendinni. Í heild setti hann 9139 stig á feril sínum í NBA deildinni og þegar mest lét var hann með rúmlega 15 stig að meðaltali í leik á tímabili. Því með ólíkindum að ekki eitt stig hafi verið skorað með vinstri höndinni, þó hann sé rétthentur.
Viðtalið við Boris er hægt að hlusta á hér fyrir neðan, en um vinstri höndina segir hann “Ég held ég hafi aldrei skorað körfu með vinstri höndinni, aldrei svo ég muni eftir”