8:20
{mosimage}
KKÍ hefur gefið út hversu mörg lið úr hverjum riðli komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í kringum mánaðarmótin mars apríl. Í keppni A liða komast 2 lið áfram úr A1, A2 og A5 en 1 úr A3 og A4. Í keppni B liða kemst 1 lið áfram úr hverjum riðli nema A5 þar sem er ekkert B lið. Ef kíkt er á stöðuna í riðlunum nú og þá lítur út fyrir að það verði Þróttur Vogum og ÍA sem komast úr A1 í keppni A liða, Glói og ÍG gætu þó blandað sér í baráttuna. Í A2 er HK nokkuð öruggt en um hitt sætið er hörð keppni á milli Hvíta riddarans, Deiglunnar og Mostra. Reynir Sandgerði ætti að fara upp úr A3 en þó gæti Leiknir stolið því af þeim. Í A4 er aðeins eitt A lið, Dalvík og komast þeir því sjálfkrafa í úrslitakeppni. Á suðurlandinu getur allt gerst, Sindramenn voru taplausir fyrir síðust helgi en töpuðu tveimur leikjum heima gegn ÍBV og það gæti reynst þeim dýrkeypt og í dag lítur út fyrir að það verði Vestmanneyingar og Hrunamenn sem komast í úrslitakeppnina.
Hjá B liðinum stendur baráttan á milli Njarðvíkur og Breiðabliks í A1 og eins og er standa Njarðvíkingar betur. Í A2 eru það Grindavíkingar og KR ingar sem berjast og þar hafa Grindavíkingar betur og í A3 berjast Haukar og Valur og má segja að það sé líklegra að Haukarnir komist áfram. Í A4 getur fátt komið í veg fyrir að Þór Ak komist áfram.
Mynd: www.mostrisport.com