spot_img
HomeFréttirSkiptaglugginn lokar án stórtíðinda

Skiptaglugginn lokar án stórtíðinda

00:02:55
Skiptagluggi NBA er liðinn án þess að nokkur stórstjarna hafi skipt um póstfang þar sem liðin gerðu ekkert annað á endasprettinum en að skiptast á samningum nokkurra meðalmanna þegar best lét.

Shaq, Stoudamire og aðrir leikmenn Suns eru enn á sínum stað þrátt fyrir að Cavaliers hafi gert sitt besta til að næla í annan hvorn þeirra. Vince Carter situr sem fastast í New Jersey sem og Richard Jefferson í Millwaukee og Kirk Hiinrich í Bulls. Karfan.is hefur greint frá flestum skiptunum sem hafa átt sér stað en auk þeirra gerðist eftirfarandi á loksprettinum:

Chris Wilcox, sem átti að fara frá Thunder til Hornets áður en samningurinn var ógildur fór þess í stað til NY Knicks fyrir Malik Rose. Þá fengu Thunder einnig hinn lítið notaða Thabo Sefolosha frá Bulls, sem miklar vonir hafa verið bundnar við síðustu ár. Í staðinn fá Bulls valrétt í fyrstu umferð næsta nýliðavals, en það verður ekki sá sem Thunder fá beint heldur  annar hvor valréttanna sem þeir hafa fengið frá Phoenix Suns og Denver Nuggets.

Það voru þó allavegana ein skipti sem skipta máli frá körfuboltalegu sjónarmiði, en það voru skipti Rafer Alston (á mynd) frá Houston til Orlando Magic. Magic hefur sárvantað leikstjórnanda eftir að Jameer Nelson meiddist fyrir nokkrum vikum og vonast til að Alston, sem var byrjunarliðsmaður Houston, náði að fylla upp í það skarð að einhverju leyti. Í hans stað fór Bryan Cook til Houston sem og bakvörðuinn Kevin Lowry sem kemur frá Memphis, en Memphis fær í hans stað valrétt Orlando í fyrstu umferð nýliðavalsins í sumar.

Þá má geta þess að Lakers losuðu miðherjann Chris Mihm til Grizzlies fyrir „möguleikann“ á valrétti í annari umferð árið 2013.

Þegar rykið sest hefur þá lítið gerst, en forsvarsmenn margra liða eru orðinir uggandi um afkomuna í þessu erfiða árferði og má lesa það úr mörgum þessara skipta og einnig aðgerðaleysi annarra.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -