spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSkilvirknikompásinn eftir fyrstu umferð úrslitakeppni Subway deildanna

Skilvirknikompásinn eftir fyrstu umferð úrslitakeppni Subway deildanna

Eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Subwaydeildum karla og kvenna er ekkert lið sem skarar sérstaklega fram úr í bæði sókn og vörn. Skilvirknikompásinn segir okkur hvernig liðin standa hvað skilvirkni í sókn varðar annars vegar og skilvirkni í vörn hins vegar. Nánari skýringar á honum er að finna hér.

Karlalið Njarðvíkur stakk alla af hvað sóknarleik varðar en staðsetning KR-inga á kompásnum gefur mögulega vísbendingu um hvers vegna það er. Viðureign Keflavíkur og Tindastóls var hnífjöfn ef marka má þessar upplýsingar en liðin eru staðsett á sama stað á kompásnum. Sóknarleikur Þórs Þorlákshafnar gaf eftir frá því í deildarkeppninni og varnarleikur Stjörnunnar nánast gufaði upp.

Smellið á myndina til að fá stærri og skýrari mynd

Í Subwaydeild kvenna er að miklu leyti sömu sögu að segja. Varnarleikur Njarðvíkur var framúrskarandi en sóknarleikur Fjölnis að sama skapi gufaði upp. Sóknarþungi Hauka var of mikið fyrir Val en bæði lið voru lakari en meðaltalið í vörn.

Smellið á myndina til að fá stærri og skýrari mynd

Karfan.is/iHandle

Fréttir
- Auglýsing -