{mosimage}
Skallinn fer víða í leikmannayfirferð sinni að þessu sinni og ræðir meðal annars um John Starks og draumatroðsluna hans yfir Chicago liðið í úrslitakeppninni 1993. Þá tekur hann einnig fyrir tvíburana Horace og Harvey Grant.
Skallinn
John Starks
{mosimage}
Æðislegur leikmaður og New York gæti alveg notast við mann eins og hanní dag. Þvílíkur headbanger og á ég 4 ljóslifandi minningar um hann: 1. Í 1993 úrslitakeppninni á móti Bulls, þá var hann króaður af af Chicago vörninni, en tætti vörnina í sig eftir pick-and-roll kerfi við Patrick Ewing og tróð boltanumkröftuglega í andlitið á Michael Jordan og Horace Grant. Í sömu seríu fékk hannmikið lof fyrir frammistöðu sína í að verjast Jordan. 2. í úrslitaviðureign New York og Houston hérna um árið, þá tók drengurinn sig enntil og drævaði baseline og smellti einni nettri þrumutroðslu í andlitið á HakeemOlajuwon. 3. Í leik 6 átti hann alla möguleika á að vinna titilinn fyrir Knicks, á síðustusekúndunum átti hann flott 3ja stiga skot sem hefði klárað leikinn hefði það fariðofan í, en skotið var varið af Hakeem Olajuwon. 4. Í sömu seríu, var hann búinn að vera hrikalega heitur fyrir utan, en gerðiillþyrmilega á sig í leik 7 og skaut 2-18 utan af velli. Batt enda á vonir allraKnicks-ara um meistaratitil.
Latrell Fontaine Sprewell
Klikkhaus með meiru en samt leikmaður að mínu skapi. Töffari með sína cornrows í hárinu og hörku drævari. Sprewell er þekktur fyrir að vera einmitt hálgerður klikkhaus, allir þekkja það þegar að hann tók P.J. Carlesimo þjálfara Golden State hálstaki. Í vetur þegar að Minnesota ætlaði að bjóða honum áframhaldandi samning, en talsverðalækkun á launum, brást minn maður hinn versti við og skríkti: "I have a family tofeed," og Minnesota voru að bjóða honum1 milljón Bandaríkjadollara. Fyrir vikið varð hann liðs-laus og sagði umbinn hans að hann ætlaði sér að bíða þangað til að liðin yrðu viðþolslaus eftir starfskröftum hans og biðu honum samning við $5 milljóna markið. Er San Antonio og Dallas buðu honum svo samning í vor, þá hafði hann ekki fyrir því aðsvara þeim. Spurning hvað verður um Latrell Sprewell í framtíðinni? Hann á svosem kappaksturlið og fyrirtæki sem pimpar upp bíla, spurning hvort að hann hendi sérekki alfarið í þann bransa?
Kerry Kittles
Man eftir því þegar að þessi mjó, eins og ljósastaur, strákur kom sáog skaut boltanum í NCAA úrslitakeppninni '96 með Villanova, Rookie NBA myndin hans var líka fyrsta Rookie myndin sem ég eignaðist. Hann má svo sannarlega muna sinnfífilinn fegurri. Hann er stigahæsti leikmaður Villanova háskólans með 2243 stig.
Mark Jackson
Við verðum nú að hafa besta leikstjórnanda New York Knicks með í þessum hóp, já Mark Jackson er að mínu mati besti leikstjórnandi NY Knicks, óháð því hvað Starbury á nokkurn tímann eftir að gera. Hann er núna rankaður annar á all-time stoðsendingarlista NBA með 10.323 stoðsendingar. Áhagendur hans heimta og hafa heimtað að hann verði valinn inn í Basketball Hall of Fame, en eitthvað virðist það vefjast fyrir ráðamönnum því að hann skipti svo oft og ört um lið, eitthvað sem hann á sammerkt með Adrian Dantley, þeim frábæra leikmanni.
Ulrich "Rick" Fox
Eins og Svali segir: "það er ekki nóg að kunna að spila körfubolta og eiga fallega konu, menn verða líka að kunna að raka sig." Rick Fox var einn af betri leikmönnum Boston, þegar að ég kom fyrst út en var svo seldur til Lakers. Hann er kanadískur ríkisborgari en hefur aðeins einu sinni spilað fyrir Kanada hönd. Og hann er með atferlisbrest.
Dirk Nowitzki
Hvernig er ekki hægt að dást að þessu stóra ljóshærða Þýðverzkaundri. Dirk hummar alltaf þekkt þýðverskt dægurlag með David Hasselhoff þegar aðhann tekur víti, bara svona til að róa sjálfan sig niður. Og fyrst eftir að hann komtil USA, þá fékk hann gælunafnið Irk á sig: "Because he had no D" með þessu vargrín gert af lélegri varnarvinnu hans sem hann átti svo sannarlega eftir að bæta.
Richard Clay Hamilton
Var góður leikmaður í UConn, góður í Washington, en frábærleikmaður í Detroit, þannig er sú saga bara! Honum hefur verið líkt við ReggieMiller af mér vitrari mönnum, vegna getu sinnar í skotum, skotvali og getu sinnartil að þreyta varnarmenn mótherjanna með því að vera á stöðugri hreyfingu. Hann fékkgælunafnið Rip, vegna þess að hann reif alltaf af sér bleyjurnar sem barn.
Sam Cassell
Mikið þoldi ég þennan mann ekki þegar að hann spilaði með Houston ogMilwaukee, en hann hefur nú vaxið í áliti, fyrst með Minnesota og nú með Clippers. Það kæmi mér ekkert stórvægilega á óvart þótt að hann og Elton Brand gerðu þá að meisturum Þetta var einu sinni sagt um hann af einum sjónvarpsþulinum: "I love Sam Cassell. Maybe he came from Mars, but he plays with passion. We don't have that a lot anymore."
Elton Brand
Algjör sleeper. Þetta er leikmaður sem hefur einnig gjörsamlega gosiðupp. Er í miklu uppáhaldi hjá mér. Með mikinn og vöðvamikinn líkama og langahandleggi og er í dag í topp 12 í skorun, fráköstum og vörðum skotum.
Julius Shareef Abdur-Rahim
Mér finnst sem að Shareef hafi aldrei fengið þann heiður sem hann á skilið sem leikmaður. Hann hefur einungis verið svo óheppinn að hafa alltaf verið í liðum sem ekki hafa komist í úrslitakeppnina, þrátt fyrir alla hans eigin hæfileika.
Horace Junior Grant
Árið 1987, var Grant draftaður af Chicago Bulls með 10 valrétti út úr Clemson háskólanum, þar sem að hann byrjaði fyrstu árin sín sem varaskeifa Charles Oakley, en þegar að Oakley var skipt til New York árið 1989 fyrir Bill Cartwright, þá komst hann inn í byrjunarliðið og varð strax aðalfrákastamaskína Bulls, einmitt það sem Oakley hafði verið, en einnig 3ji aðalskorarinn á eftir Jordan og Pippen. Hann vann 3 titla í röð með Bulls, fór svo til Orlando, eftir að Jordan hætti oghjálpaði Shaq og Penny Hardaway í Magic í úrslitin á móti Houston, sem þeir þó vorusópaðir út úr. Hann fór svo til Lakers 2000/01 og vann með þeim titil. Grant lagði svo skóna á hilluna í byrjun leiktíðar 2002-03, en fór þó til móts við Lakers í stutta stund sumarið 2003. Hann var alltaf þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður, sem gat alltaf sett sín stig, en hann var samt þekktastur fyrir vörumerki sitt, hlífðargleraugun. Hann var oft kallaður "The General" eftir hinum fornfræga hershöfðingja Ulysses S.Grant.
Harvey Grant
Harvey er eineggja tvíburi Horace Grant. Hann var valinn 12 út úrOklahoma í nýliðavalinu 1988 af Washington Bullets. Þar sem að hann var með 5.6 stigað meðaltali, 2.3 fráköst og 1.1 stoðsendingu. Árið eftir, 1989-90 lyfti hannmeðaltölum sínum upp í 8.2 stig, 4.2 fráköst og 1.6 stoðsendingar. En árið eftir 1990-91 þá lyfti hann leik sínum upp á allt annað level, þegar að hann var að skora 18.2 stig, taka 7.2 fráköst og var með 2.6 stoðsendingar og 1.18 stolna bolta í leik. En eftir þá leiktíð var hann í öðru sæti í að vera valinn "Most Improved Player", enþann heiður fékk Scott Skiles hjá Orlando Magic. Næstu 2 árin á eftir var hann svo með solid 18 og 18.6 stig að meðaltali, en árið 1993 var honumskipt til Portland í staðinn fyrir Kevin Duckworth. Hann fékk það hlutverk hjáBlazers að vera fyrsti maður af bekknum og dalaði meðaltal hans niður í 9.6 stig. Árið 1996 fór hann aftur til Bullets ásamt Rod Strickland fyrir Rasheed Wallace. Áþessum tíma var ferill Grant á almennri niðurleið þar sem að hann var með 4.1 stig.Hann lagði skóna á hilluna 1999, hann endaði sína NBA ævi með 9.9 stig að meðaltaliog 4.4 fráköst.
Ray Allen
{mosimage}
Tók fyrst eftir honum er ég las um afrek hans hjá UConn háskólanum,strákur sem hefur alltaf haft sitt á hreinu, bæði í einkalífinu og í boltanum. Svakaskytta og oft talinn hin eina sanna hreina skytta. Hann er sem stendur í öðru sæti áeftir hinum magnaða Reggie Miller í 3ja stiga nýtingu og í apríl í vor braut hann 10ára gamalt met í flestum 3ja stiga körfum skoruðum yfir seasonið, þegar að hann hitti úr
sínum 268 og 269 3ja stiga skoti ofan í. Hann lék Jesus Shuttlesworth í mynd Spike Lee "He got game."
Næsti leikmannapistill Skallans kemur inn á Karfan.is eftir helgi…