Skallagrímsmenn komu á óvart í dag og sigruðu lið Grindvíkinga í Grindavík með 100 stigum gegn 91. Grindvíkingar hófu leikinn nokkuð sterkt og voru komnir í þægilega 12 stiga forystu í öðrum fjórðung en rétt fyrir hálfleik náðu gestirnir að saxa forskotið niður í 7 stig. Í þriðja leikhluta komu gestirnir virkilega sterkir til leiks og léku fínan körfubolta á meðan heimamenn gerðu lítið annað en að fylgjast með Jonathan Griffin sem var allt í öllu í leik liðsins. Það voru síðan gestirnir sem héldu haus á loka mínútum leiksins og fóru með sigur af hólmi og komnir í "Hin fjögur fræknu".
Jonathan Griffin var heitur hjá Grindvíkingum, skoraði 45 stig, tók 15 fráköst og stal 6 boltum. Hjá Skallagrím var Milojica Zekovic stigahæstur með 28 stig en Darrel Flake skoraði 25. Allan Fall var með þrefalda tvennu, 15 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar.
Mynd: Griffin var allt í öllu í liði Grindavíkur í dag en það dugði ekki til.