Skallagrímur hefur samið við Magnús Engil Valgeirsson fyrir yfirstandandi tímabil í fyrstu deild karla.

Magnús er tvítugur framherji sem kemur til Skallagríms frá Grindavík í Subway deildinni. Hann hefur skrifað undir venslasamning sem þýðir að hann mun spila með ungmennaflokki Grindavíkur en með meistaraflokki karla í Skallagrím.
Komin er heimild fyrir Magnús og mun hann því vera með liði Skallagríms í kvöld er þeir taka á móti liði Þórs Akureyri.