Skallagrímsmenn hafa samið við tvo Bandaríkjamenn sem munu leika með liðinu á komandi tímabili. Fyrst ber að nefna bakvörðinn Lloyd Harrison sem útskrifaðist úr Clarion háskólanum síðastliðinn vetur þar sem hann lék með liðinu í NCAA2. Hann átti gott tímabil og skilaði 18.2 stigum, 4.8 stoðsendingum, 2,4 stolnum og 3,9 fráköstum að meðaltali í leik. Lloyd er snöggur og líkamlega sterkur leikmaður sem leggur sig mikið fram á báðum endum vallarins. www.skallagrimur.is greinir frá.
Hinn heitir Dominique Holmes, 2 metrar á hæð og lék síðasta vetur í UBA deildinni í Bandaríkjunum þar sem hann spilað mjög vel. Var með 21,7 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í leik. Í sumar lék hann síðan í Dóminíska lýðveldinu þannig að hann ætti að vera í ágætisleikformi þegar hann kemur á klakann. Þar skoraði hann 28,9 stig að meðaltali í leik og hirti 9 fráköst. Dominique er stór og sterkur strákur og mikill íþróttamaður sem kemur með mikinn kraft inn í hópinn.
Pálmi Þór Sævarsson segist binda miklar vonir við við báða þessa stráka og eru þeir báðir hörkuleikmenn, allavega þangað til þeir mæta á svæðið. ,,Það verður spennandi að sjá hvernig þeir falla að leik liðsins þegar þeir mæta,“ sagði Pálmi.
Að lokum eru hérna hlekkir á myndbönd af leikmönnunum.
Svo er hér myndband af Dominique þar sem hann kemst í úrslit í troðslukeppni UBA deildarinnar. Hann er númer 23 í hvítri treyju.
Mynd/ Lloyd Harrison í leik með Clarion skólanum.