spot_img
HomeFréttirSkallagrímur semur við erlendan leikmann

Skallagrímur semur við erlendan leikmann

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur komist að samkomulagi við Flenard Whitfield um að hann leiki með liðinu í Domino´s deild karla á komandi tímabili. Þetta var tilkynnt á facebook síðu félagsins fyrir helgi.

 

Í tilkynningu Skallagríms kemur þetta fram:

 

„Flenard Whitfield er 26 ára gamall. Hann er ríflega tveggja metra hár og eitthundrað kílóa framherji sem kemur frá Detroit og lék með Western Michigan háskólanum á sínum námsferli. Þar skilaði hann að meðaltali rúmlega ellefu stigum og sex fráköstum á lokaári sínu. Whitfield spilaði fjögur tímabil með körfuknattleiksliði háskólans auk þess að leika eitt tímabil með ruðningsliði skólans. Whitfield skilaði samtals 1256 stigum á ferlinum sem gerir hann að 11 stigahæsta liði skólans frá upphafi Hann hefur á sínum atvinnumannaferli m.a spilað í Ástralíu og Kanada.“

 

„Whitfield er mikill íþróttamaður sem getur varist í mörgum stöðum, hefur einkar góða fótavinnu og gott skot.“

 

„Við bjóðum Flenard Whitfield velkomin í Borgarnes og væntum mikils af samtarfinu við hann á komandi leiktíð en hann er væntanlegur i Borgarnes um miðjan september.“

Fréttir
- Auglýsing -