spot_img
HomeFréttirSkallagrímur með óvæntan sigur í Þorlákshöfn

Skallagrímur með óvæntan sigur í Þorlákshöfn

Skallagrímur heimstótti Þór Þorlákshöfn í kvöld og höfðu betur í miklum baráttuleik þegar elleftu umferð í Domino´s deild karla lauk. Skallagrímur heldur því sigurgöngu sinni áfram í Þorlákshöfn ef svo má að orði komast en Þór og Skallagrímur hafa aðeins einu sinni áður mæst í deildarleik í úrvalsdeild í Þorlákshöfn. Sá leikur fór fram árið 2006 og þá hafði Skallagrímur einnig sigur og fáir sem geta státað af þessum útivallaryfirburðum í dag gegn sterkum Þórsurum.
 
Þórsarar byrjuðu heldur betur í leiknum og voru komnir í 11:4 eftir tæpar 3 mínútur og var staðan eftir fyrsta leikhluta 20:8 Þór í vil en Grétar Erlendsson var ekki með í liði þórs í kvöld.
Þórsarar héldu forystunni í seinni hálfleik og var staðan í hálfleik 39:30. Skallagrímur sótti heldur í sig veðrið í þriðja leikhluta sem lauk með stöðunni 56:54.
 
Fjórði leikhluti fór svo þannig að Þórsarar nýttu tækifæri sín illa og Skallagrímur nýtti sér það vel og kláraði Carlos Medlock leikinn með því að skora síðustu fjögur stig leiksins og var hann stigahæstur í liði skallagríms með 22 stig. Í liði Þórs var það David Bernand Jackson sem var stigahæstur með 24 stig.
 
Eftir sigurinn í kvöld er Skallagrímur í 7. sæti deildarinnar með 8 stig en Þór hefur 16 stig í 2.-4. sæti deildarinnar. 
 
 
Mynd/ Davíð Þór
Umfjöllun/ Andri Snær
  
Fréttir
- Auglýsing -