spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSkallagrímur laut í lægra haldi gegn ÍA

Skallagrímur laut í lægra haldi gegn ÍA

ÍA lagði granna sína í Skallagrím í æfingaleik í Borgarnesi í kvöld, 71-75.

Stigahæstur fyrir ÍA í leiknum var Lucien Christoffis með 15 stig, en honum næstir voru Stojanovic Srdan með 12 og Aron Elvar Dagsson var með 10 stig.

Fyrir heimamenn í Skallagrím var Davíð Guðmundsson með 18 stig, Darius Banks var með 15 stig og Marino Þór Pálsson skilaði 13 stigum.

Tölfræði leiks

Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á [email protected].

Fréttir
- Auglýsing -