Skallagrímur lagði Tindastól í æfingaleik í Borgarnesi fyrr í kvöld með 105 stigum gegn 100.
Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda. Í hálfleik var staðan 56-52 Skallagrím í vil, en mest náðu heimamenn 12 stiga forystu í leiknum.
Stigahæstir í liði Skallagríms voru Aundre Jackson með 34 stig og Matej Buovac með 31.
Fyrir Tindastól voru Urald King með 34 og Brynjar Þór Björnsson með 18 stig.