Komandi fimmtudag 7. október kl. 20:00 mun Skallagrímur halda neyðarfund í Grunnskólanum á Borgarnesi þar sem að íbúum, stuðningafólki körfunnar og öðrum verður boðið að koma að starfi deildarinnar.
Samkvæmt fréttatilkynningu er staðan snúin hjá félaginu, þar sem bæði vanti sjálfboðaliða og fjárhagslega styrki til þess að halda deildinni gangandi, en félagið teflir fram meistaraflokkum í úrvalsdeild kvenna og fyrstu deild karla.
Allar frekari upplýsingar eru í tilkynningunni hér fyrir neðan.
Hérna er viðburðurinn á Facebook
Tilkynning:
Kæru íbúar og velunnarar.
Tilvera körfuknattleiksdeildar Skallagríms hangir nú á bláþræði. Starf deildarinnar byggist á sjálfboðaliðastarfi og fjárhagslegum styrkjum!
Nú er svo komið að deildin stendur frammi fyrir þeirri áskorun að ef ekki tekst að fá liðsauka að sjálfboðaliðastarfi og fjaröflun blasir sú staða við að nauðsynlegt verður að draga lið Skallagríms úr keppni.
Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar telur mikilvægt að reyna til þrautar að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að grípa þurfi til slíkra úrræða.
Boðað er því til neyðarfundar með íbúum, stuðningafólki körfunnar og öðrum sem með einhverjum hætti hafa vilja til að koma að því að bregðast við þeirri krísu sem nú blasir við.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7 oktober n.k kl 20:00 í sal Grunnskóla Borgarness.
Við hvetjum alla til að mæta!
Stjórn KKD Skallagríms!