Borgnesingar stíga stórt skref
Borgnesingar sendu frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem kynnt var samkomulag sem tryggir að jöfn skipting verðu á öllum styrktar- og samstarfssamningum sem deildin aflar hverju sinni. Að samkomulaginu koma aðalstjórn körfuknattleiksdeildarinnar auk meistaraflokksráðum karla og hvenna og yngri flokka ráði.
Í tilkynningu Skallagríms segir: „Með þessu er tryggt jafnræði milli karla og kvennaliða Skallagríms sem og yngri flokka þegar kemur að úthlutun þess fjármagns sem aflað er frá styrktaraðilum.“
„Samkomulagið er í samræmi við ákvæði jafnréttisstefnu UMSB og áherslum Íþróttasambands Íslands í jafnréttismálum.Um tímamótasamkomulag er að ræða því eftir því sem best er vitað er körfuknattleiksdeild Skallagríms með fyrstu íþróttafélögunum sem stígur þetta skref innan körfuknattleikshreyfingarinnar á Íslandi.“
Að lokum lýsir aðalstjórn yfir mikilli ánægju með samkomulagið og skoraði á önnur félög að huga vel að jafnréttismálum innan sinnan raða.