Skallagrímur leitar nú af eftirmanni Ara Gunnarssonar sem var látinn fara frá liðinu fyrr í vikunni. Liðið situr í sjötta sæti Dominos deildar kvenna en líkt og Vísir.is greinir frá er nokkur hiti í mönnum eftir brottreksturinn.
Hávær orðrómur fór af stað strax á þriðjudag að spænski þjálfarinn Manuel A. Rodriquez ætti við viðræðum við Skallagrím um að snúa aftur taka við liðinu. Í samtali við Körfuna staðfesti Manuel sögusagnirnar og að samningaviðræður hefðu sannarlega átt sér stað.
Manuel A. Rodriguez starfar í dag hjá Synergy Sports Technology, sem taktískur greinandi en hefur hlustað á tilboð sem hafa komið á hans borð. Eitt þeirra var frá Skallagrím.
“Það er satt að á mánudag fékk ég skilaboð frá stjórnarmanni hjá Skallagrím þar sem áhugi minn á því að flytjast aftur í Borgarnes og taka við kvennaliðinu á nýjan leik var athugaður. Þrátt fyrir áhuga af beggja hálfu náðum við ekki saman og slitnaði uppúr samningaviðræðum. Mér leið vel á Íslandi og er körfuboltamenningin í Borgarnesi er mjög sterk svo mögulega getum við unnið aftur saman í framtíðinni. Ég óska þeim alls þess besta í framtíðinni.” sagði Manuel í samtali við Körfuna.
Manuel Rodriquez þjálfaði lið Skallagríms tvö tímabil frá 2015-2017. Þar leiddi hann Skallagrím í fyrsta sinn upp í efstu deild kvenna í nærri hálfa öld. Á sínu fyrsta tímabili með liði í Dominos deildinni komst liðið í undanúrslit og féll þar úr leik gegn Keflavík í frábærru einvígi. Einnig komst liðið í úrslitaleik bikarkeppninnar það árið en tapaði einnig fyrir Keflavík.
Ákveðið var að endurnýja ekki samningin við Manuel sem hefur þjálfað í Rúmeníu síðan. Lið Skallagríms hefur ekki náð fyrra flugi eftir það en félagið lét Richi Gonzalez fara í janúar á þessu ári og er liðið nú í leit af nýjum þjálfara eftir að Ari var látinn fara.