Fjölnir og Skallagrímur áttust við í Dalhúsum í kvöld í 1. deild kvenna. Að litlu var að keppa fyrir bæði lið og staða þeirra í deildinni ráðin fyrir leikinn. Skallagrímur náði forystu strax á upphafsmínútum leiksins en Fjölnisstúlkur börðust vel og hleyptu gestunum ekki langt frá sér í fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta tók Skallagrímur öll völd og leiddu þær að honum loknum með 25 stigum, 23-48.
Fjölnisstúlkur byrjuðu seinni hálfleik af krafti og skoruðu 9 stig á móti 1 stigi Skallagríms á fyrstu tveimur mínútunum. Gestirnir skelltu þá í lás og hleyptu heimastúlkum ekki nær, þær juku forystuna jafnt og þétt og lönduðu öruggum 44 stiga sigri, 40-84.
Hjá Borgnesingum var Ka-Deidre J. Simmons stigahæst með 21 stig en Erikka Banks fylgdi fast á hæla hennar með 20 stig og 5 fráköst. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 11 stig fyrir Skallagrím og tók 5 fráköst og Guðrún Ósk Ámundadóttir skoraði 10 stig og gaf 8 stoðsendingar. Rósa Pétursdóttir var atkvæðamest í liði Fjölnis með 14 stig, Friðmey Rut Ingadóttir skoraði 7 stig og Anika Linda Hjálmarsdóttir og Kristín María Matthíasdóttir bættu við 6 stigum hvor.
Skallagrímur sem lyfti deildarmeistaratitlinum á dögunum, eiga nú eftir að spila úrslitaseríu um sæti í úrvalsdeild að ári. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort það verður Njarðvík eða KR sem mætir þeim í þeirri seríu. KR situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 22 stig eftir 18 leiki og Njarðvík í þriðja sæti með 20 stig eftir 15 leiki.
Fjölnir 40 – 84 Skallagrímur (15-21, 8-27, 14-20, 3-16)
Fjölnir: Rósa Björk Pétursdóttir 14 stig, Friðmey Rut Ingadóttir 7 stig, Anika Linda Hjálmarsdóttir 6 stig/6 fráköst, Kristín María Matthíasdóttir 6 stig, Margrét Eiríksdóttir 3 stig, Thelma Rut Sigurðardóttir 2 stig/7 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2 stig, Erna María Sveinsdóttir 0 stig, Fanney Ragnarsdóttir 0 stig, Elísa Birgisdóttir 0 stig, Snæfríður Birta Einarsdóttir 0 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 0 stig.
Skallagrímur: Ka-Deidre J. Simmons 21 stig, Erikka Banks 20 stig/5 fráköst, ÞóraFjölnisstúlkur byrjuðu seinni hálfleik af krafti og skoruðu 9 stig á móti 1 stigi Skallagríms á fyrstu tveimur mínútunum. Gestirnir skelltu þá í lás og hleyptu heimastúlkum ekki nær, þær juku forystuna jafnt og þétt og lönduðu öruggum, 44 stiga sigri, 40-84. Kristín Jónsdóttir 11 stig/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 10 stig/8 stoðsendingar, Hanna Þráinsdóttir 9 stig/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 7 stig/5 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 6 stig/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 0 stig, Melkorka Sól Pétursdóttir 0 stig, Gunnfríður Ólafsdóttir 0 stig.