Skagamenn og KFÍ mættust í kvöld í 1. deildinni. Bæði liðin vissu að hvert einasta stig skipti máli, eins og öll lið reyndar, en eftir viðureignir liðanna í fyrra vissu þessi lið það sennilega aðeins betur en önnur. Liðin mættust þrisvar á tímabilið, fyrst á Ísafirði í lok október 2014.
Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en við tókum þó yfirhöndina og vorum alltaf skrefi á undan en í fjórað leikhluta komum við okkur í vandræði, KFÍ gekk á lagið og jafn var þegar Áskell Jónsson fór á vítalínuna þegar 4 sekúntur voru eftir. Áskell setti annað vitið niður og loka skot KFÍ í leiknum geigaði og 70-71 útisigur okkar staðreynd.
Leikur tvö fór fram í febrúar sl. Gestirnir frá Ísafirði mættu vel stemmdir í leikinn, náðu yfirhöndinni og leiddu nánast allan leikinn og voru mest með 15 stiga forystu. Þegar rétt um mínúta var eftir af leiknum var KFÍ 10 stigum yfir og ekkert sem benti til annars en sigurinn færi vestur á Ísafjörð. En ótrúleg loka mínúta þar sem ÍA skoraði 14 stig á móti 3 varð til þess að ÍA komst yfir í annað sinn í leiknum síðan í stöðunni 3-2 og hafði sigur, aftur með minnsta mun, nú 79-78 eftir magnaða lokakörfu frá Zachary Jamarco Warren þegar lokaflautið gall.
Þriðji leikur liðanna var svo í mars sl.. Það var skrifað í skýin að leikurinn myndi vinnast á einu stigi. Þegar innan við mínúta var eftir af annars jöfnum leik vorum við einu stigi yfir, 70-69. Á síðustu sekúntum leiksins brenndum við af 4 vítum, eins og menn vildu ekki vinna leikinn með meira en einu stigi. Nebojsa Knezevic leikmaður KFÍ virtist vera á sama máli því hann ákvað, rétt áður en leiktíminn rann út, að setja niður 2ja stiga sniðskot og vinna leikinn fyrir KFÍ, 70-71. Sem sagt með 1 stigs mun.
Er það nema vona að maður spyrji sig, vannst þessi leikur með einu? Ekki alveg. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu 10 fyrstu stig leiksins áður en gestirnir komust á blað en þá komu 5 stig í röð frá gestunum. Að loknum 1. leikhluta leiddu heimamenn svo með 4 stigum, 19-15.
Skagamenn byrjuðu 2. leikhluta vel en Ísfirðingar ákváðu þá að þetta væri komið gott og komust í 31-35 en þriggjastiga karfa frá Axel Elvarssyni Þórólfssonar gerði það að verkum að i hálfleik munaði einu stigi – hver hefði trúað því?
Þriðji fjórðungur varð svo að eign ÍA, vörnin small og sóknin rúllaði flott sem varð til þess að munurinn á liðunum fyrir síðasta leiklutann var orðin 13 stig. KFÍ voru þó ekki alveg á því að leikurinn væri allur, enda 1/4 eftir af leiknum. Þeir gerðu nokkrar heiðarlegar tilraunir til að sækja á ÍA en heimamenn náðu alltaf að finna lausnir og kláruðu leikinn með sigri, 77-64.
Stigahæstu hjá ÍA var Fannar Helgason með 17 stig og tók að auki 15 fráköst en hjá gestunum skoraði Kjartan Helgi Steinþórsson mest eða 16 stig.
Myndasafn á Facebook síðu ÍA
Mynd: Félagarnir Fannar og Jón Orri spiluðu vel í gærkvöldi. (Jónas H. Ottósson)