Rafn Alexander Júlíusson er kannski lítt þekktur í körfuknattleiksheiminum en þó ættu flestir í 76″ árgangnum að muna eftir pilt þegar hann hrellti jafnvel skörpustu sóknarmenn líkt og Helga Jónas Guðfinnson hér um árið í yngriflokkum með frábærum varnarleik. Rafn eða Rabbi eins og hann er öllu jafnan er kallaður er nú í dag sjúkraþjálfari þeirra Njarðvíkinga og stendur sig víst með ágætum þar að sögn heimamanna.
En í nýlegu viðtali hér á Karfan TV tókum við eftir leyndum hæfileikum hjá þessu fyrrum varnartrölli. Rafn er nefninlega alls ekki slakur dansari og í þessu viðtali við Guðmund Steinarsson eftir leik Keflavík B og UMFN nú á mánudag má sjá strákinn skarta alveg fáránlega flottum “Moonwalk” a la Michael Jackson. Á 16. sekúndu viðtalsins fara hlutirnir að gerast.