Sjötti maðurinn tók upp stóra jólaþáttinn beint eftir leik Vals og Tindastóls, en gestir þáttarins eru Gunnar Birgisson sérfræðingur hjá RÚV íþróttum og Frikki Beast leikmaður Sindra í fyrstu deild karla.
Þátturinn var í þeim stíl að farið var yfir öll liðin og hvað þau þurfa að gera betur eða hrósað þeim fyrir að gera vel. Sömuleiðis allskonar fastir liðir og spurt og svarað með Gunna.
Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.
Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils