Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Spectrum höllinni í Charlotte lágu heimamenn í Hornets fyrir Atlanta Hawks, 105-101. Eftir leikinn eru Hawks í 4. sæti Austurstrandarinnar með 54% sigurhlutfall á meðan að Hornets eru í 6. sæti sömu deildar með 52% sigurhlutfall það sem af er tímabili.
Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Miles Bridges með 23 stig og 7 fráköst. Fyrir Hawks var það Bogdan Bogdanovic sem dró vagninn með 32 stigum, en hann setti átta þrista í leiknum.
Það helsta úr leik Hornets og Hawks:
Atlanta Hawks 105 – 101 Charlotte Hornets
Boston Celtics 105 – 87 Denver Nuggets
New Orleans Pelicans 116 – 109 Cleveland Cavaliers
Milwaukee Bucks 124 – 87 Orlando Magic
Toronto Raptors 96 – 102 New York Knicks
San Antonio Spurs 119 – 117 Dallas Mavericks
Indiana Pacers 132 – 125 Memphis Grizzlies
Chicago Bulls 117 – 121 Minnesota Timberwolves
Detroit Pistons 124 – 131 LA Clippers
Miami Heat 107 – 98 Portland Trail Blazers