12:32
{mosimage}
Breiðablik mun ekki leika meðal þeirra bestu næsta vetur í Iceland Express-deild kvenna. Stjórn deildarinnar ásamt leikmönnum tóku þessa ákvörðun sameiginlega.
Óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa á úrvalsdeild kvenna næsta vetur en þá átti að leika samkvæmt nýju og spennandi fyrirkomulagi.
Fréttin á heimasíðu Breiðabliks.
Meistaraflokkur kvenna leikur í 1. deild
Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks ákvað á fundi sínum í gærkvöldi ásamt leikmönnum meistaraflokks kvenna að þiggja ekki sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Breiðablik féll sem kunnugt er úr efstu deild síðastliðið vor eftir hreinan úrslitaleik gegn Hamri en ársþing KKÍ samþykkti að fjölga liðum úr sex í átta og bauð Kópavogsstúlkum sæti á ný á meðal þeirra bestu.
Heimasíðan sló á þráðinn til Péturs Hrafns, formanns deildarinnar, sem staðfesti að stelpurnar ætluðu að leika í 1. deildinni næsta vetur. “Við áttum góðan fund með stelpunum í gærkvöldi þar sem þetta varð niðurstaðan. Við erum að fá stelpur sem eru uppaldar í félaginu og vilja taka fram skóna á nýjan leik og spila í 1. deildinni sem er mikið fagnaðarefni. Þjálfari stelpnanna verður Serbinn Nenad Nusikic og mun hann einnig þjálfa 11. og drengjaflokk og jafnvel eitthvað af yngstu flokkunum. Síðan höldum við ótrauð áfram uppbyggingu kvennaflokkanna í Breiðablik og verðum með fimm flokka næsta vetur en vorum með fjóra síðasta vetur.
mynd: [email protected]