Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöldi og í nótt.
Tvö einvígi kláruðust í gær með 4-0 sigri. Bæði unnu Boston Celtics lið Philadelphia 76ers, sem og Toronto Raptors lið Brooklyn Nets. Þessi lið, Raptors og Celtics mætast svo í næstu umferð úrslitakeppninnar.
Mikil spenna var í leik LA Clippers og Dallas Mavericks seint í gær. Mavericks unnu niður 21 stigs forystu Clippers snemma í leiknum og voru sjálfir mest 12 stigum yfir í seinni hluta leiksins. Clippers náð þá að vinna það niður og leikurinn fór í framlengingu. Í framkengingunni skiptust liðin á forystunni í nokkur skipti. Undir lokin var það svo þessi stórkostlega flautukarfa ungstirnis Mavericks Luka Doncic sem skildi liðin að.
Doncic stórkostlegur fyrir Mavericks í leiknum með 43 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar. Fyrir Clippers var það Kawhi Leonard sem dróg vagninn með 32 stigum og 9 fráköstum.
Úrslit næturinnar
Boston Celtics 110 – 106 Philadelphia 76ers
Boston áfram í næstu umferð 4-0
LA Clippers 133 – 135 Dallas Mavericks
Einvígið er jafnt 2-2
Toronto Raptors 150 – 122 Brooklyn Nets
Toronto áfram í næstu umferð 4-0
Denver Nuggets 127 – 129 Utah Jazz
Utah leiða einvígið 3-1